Léttir og stöðugir vatnsheldir gönguskór sem eru gerðir fyrir hvaða ferðalag sem er.
Best fyrir:
Fjallagöngur, utanvegargöngur, rigningu eða snjó
Hvernig eru stærðirnar hjá On?
Það má segja að On skór mátist heldur minni en hefðbundnir götuskór og mælum við með að þeir sem hafa ekki farið í On skó áður kaupa hálfu til heilu númeri stærri en þeir eru vanir að gera þá sérstaklega í hlaupaskóm.
Skóstærðirnar hjá On ganga heldur jafnt yfir þannig ef þú átt aðra skó frá On ættiru að taka sömu stærð í flestum týpum. Undantekning frá þeirri reglu er sú að flestir taka hálfu númeri stærra í vatnsheldum skóm frá On þar sem þeir eru þéttari fyrir ristina.